Við tengjum saman fólk
Kollegi - Alþjóðleg Ráðningarþjónusta
Öflugur samstarfsaðili
Starfsfólk Kollegi.is hefur viðamikla þekkingu af hinum ólíku öngum íslensks atvinnulífs. Þverfagleg þekking starfsfólks og öflugir erlendir samstarfsaðilar gera okkur betur í stakk búin til þess að skilja hinar ólíku þarfir viðskiptavina okkar. Kollegi.is er rekið af Highway ehf en hjá okkur eru m.a. vinnuverndarsérfræðingar, markþjálfarar og starfsmenn með viðskipta/rekstrar- og iðnmenntun.
Ferlið
Þjónustan okkar er einföld. Útbúin er samningur um ráðningarþjónustu og farið yfir starfsmannaþörf. Við hefjum síðan leit innan EES svæðisins og sendum þjónustukaupa upplýsingar um áhugaverða umsækjendur sem við höfum skoðað. Þjónustukaupi tekur ákvörðun um ráðningu. Við aðstoðum síðan starfsmenn við öflun kennitölu o.fl. sem þörf er á í Íslensku samfélagi.
Okkar markmið
Vel heppnuð tenging rétta starfsmannsinns og atvinnurekanda
þar sem hagur beggja aðila blómstrar er alltaf okkar markmið. Af þessum sökum leggjum við áherslu á að starfsmaður standist væntingar atvinnurekanda sem og að kjör hans og réttindi séu í samræmi við lög og reglur á íslenskum vinnumarkaði.